Síðasta mælda virknin

Gosvirkni var þó ekki alveg lokið, því á milli 4. og 8. júní og á 17. júní urðu nokkrar sprengingar í gígnum. Talið er að þær hafi aðalega verið gufusprengingar en þó gæti lítið magn af kviku hafa komist á yfirborðið og valdið þeim. Smá aska myndaðist við þessar sprengingar og öskublandaður gufumökkur steig upp frá eldstöðinni, en askan dreifðist eingöngu á jökulinn sjálfan. 17. júní markar því endann á gosvirkni í Eyjafjallajökli og er það kannski vel við hæfi. Ljósmyndin var tekin af Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, kl. 14:36 á 17 júní. Myndin sýnir lítið öskuský sem annað hvort myndaðist við síðustu sprenginguna í gígnum, eða er aska sem þeyttist upp í loftið vegna gufusprengingar í gígnum. Næsta mynd er tekin tveimur tímum seinna og var askan þá fallin til jarðar og engin virkni lengur í gígnum.

Samþykkja fótspor

Þetta vefsvæði notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefsvæðið. Sjá nánar hér.