Síðasta mælda virknin

Gosvirkni var þó ekki alveg lokið, því á milli 4. og 8. júní og á 17. júní urðu nokkrar sprengingar í gígnum. Talið er að þær hafi aðalega verið gufusprengingar en þó gæti lítið magn af kviku hafa komist á yfirborðið og valdið þeim. Smá aska myndaðist við þessar sprengingar og öskublandaður gufumökkur steig upp frá eldstöðinni, en askan dreifðist eingöngu á jökulinn sjálfan. 17. júní markar því endann á gosvirkni í Eyjafjallajökli og er það kannski vel við hæfi. Ljósmyndin var tekin af Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, kl. 14:36 á 17 júní. Myndin sýnir lítið öskuský sem annað hvort myndaðist við síðustu sprenginguna í gígnum, eða er aska sem þeyttist upp í loftið vegna gufusprengingar í gígnum. Næsta mynd er tekin tveimur tímum seinna og var askan þá fallin til jarðar og engin virkni lengur í gígnum.

 

Dílabasalt er basískt berg sem inniheldur hvíta eða silfurslitaða feldspat díla. Dílarnir uxu í kvikuhólfi neðanjarðar áður en kvika kom þeim upp á yfirborðið. Þegar kvika byrjar hægt og rólega að kólna djúpt í jarðskorpunni byrja kristallar (dílar) að myndast í henni og vaxa með tímanum. Ef kvikan færist síðan nær yfirborðinu eða gýs, kólnar afgangurinn af kvikunni tiltölulega hratt og myndar mjög fínt grunnefni sem inniheldur kristallanna sem þegar höfðu myndast. Grunnmassi bergsins hér er því „venjulegt“ basalt, grátt og fínkornótt, en kristallarnir eru mun stærri feldspatkristallar (plagioklas) og auðvelt að greina þá með augunum.

Samþykkja fótspor

Þetta vefsvæði notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefsvæðið. Sjá nánar hér.