Fundargerð - 03. september 2020

55. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 3.9 2020 kl. 10.

Mætt:

Anton Kári Halldórsson, Eva Björk Harðardóttir, Björg Árnadóttir, Þorbjörg Gísladóttir og Sigurður Sigursveinsson sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn framkvæmdastjóri jarðvangsins, Berglind Sigmundsdóttir.

------------------------------------------

Anton Kári, formaður stjórnar, setti fund. Eftirfarandi var tekið fyrir á fundinum:  

·        Rætt um undirbúning áður boðaðs fundar með sveitarstjórnarfulltrúum og byggingarfulltrúum sveitarfélaganna þriggja á Hótel Vík kl. 16-18 þriðjudaginn 8. september. Samþykkt að annars vegar verði Alta með stutta framsögu um niðurstöðu stefnumótunarvinnunnar fyrr á árinu og hins vegar mundu Berglind og Jóhannes segja stuttlega frá núverandi verkefnum jarðvangsins, og í örstuttu máli frá meginverkefnum sem hafa verið unnin. Að öðru leyti lögð áhersla á að gott rými verði fyrir skoðanaskipti og umræður á fundinum.  Ákveðið að tengiliðir sveitarfélaganna verði einnig boðaðir á fundinn.

·         Rætt um undirbúning áætlanagerðar fyrir næsta starfsár og komu m.a. fram þau sjónarmið að mikilvægt væri að vinna hana út frá forgangsröðun verkefna í ljósi stefnumótunarinnar.

·         Ákveðið að næsti stjórnarfundur verði haldinn á Hvolsvelli föstudaginn 25. september kl. 13:30.

Fjarfundi slitið kl.10:45.