Gosvirkni minnkar
Þriðjudaginn 18. maí 2010 markaði upphafið að endinum í gosinu í Eyjafjallajökli. Þann dag byrjaði virknin í gosinu að minnka hratt og var lítil sem engin virkni í eldfjallinu eftir 22. maí, þó með mikilli gufuvirkni.
Á milli 18. og 20. maí fór gosmökkurinn niður í 5 km hæð úr 7 km og magn af gosefnum úr 200 tonnum á sekúndu niður fyrir 50 tonn. Enn var sprengivirkni í gígnum, en lítil sem ekkert hraun rann frá honum. Eftir 20. maí hélt kraftur gossins enn að minnka og hætti sprengivirknin og hraunrennslið frá gígnum þann 22. maí. Gosmökkurinn hélt áfram að lækka og eftir 22. maí var mökkurinn ljós gufumökkur með engri ösku í sér. Lítil jarðskjálftavirkni hélt þó áfram eftir 22. maí, en hún var óveruleg og svipuð virkninni fyrir gos.