Gosmökkurinn
Gosmökkur myndast venjulega við eldgos og myndast alltaf við eldgos undir jökli ef gosið nær að bræða sig í gegnum ísinn. Mökkurinn flytur mikið magn af gastegundum og gjósku út í andrúmsloftið en stór hluti gjóskunnar fellur nærri gosstöðvunum. Askan gerir mökkinn dekkri en mökkurinn er ljósari á litinn þar sem hann er að miklu leyti gerður úr gastegundum, aðallega vatnsgufu.
Mökkurinn rís upp frá gosstövunum vegna gasþrýstings frá gosinu og er þá blanda af gjósku og gasi. Á þessu stigi er mökkurinn eðlisþyngri en andrúmsloftið í kring, en þegar hann hækkar tekur mökkurinn inn mikið magn af andrúmslofti og þéttleikinn minnkar vegna þess. Ef blöndunin heldur áfram getur gosmökkurinn orðið eðlisléttari en andrúmslofti og heldur þá áfram að rísa vegna þess. Þessi umskipti eiga sér stað í nokkur hundruð metra til nokkurra kílómetra hæð, allt eftir styrk gossins (kraftur gasþrýstingsins), og er stærsti hlutinn af gosmekkinum venjulega að rísa vegna þessa. Á endanum verður mökkurinn með sömu eðlisþyngd og andrúmsloftið og byrjar að tvístrast, og stjórna vindar þá stefnu mökksins. Aðeins fínustu öskuagnir flytjast með mekkinum upp í þessa hæð, en stærri öskuagnir og gjóska hafa þegar fallið úr mekkinum og sest til nærri gosstöðinni.
Þótt gosið í Eyjafjallajökli hafi verið meðalstórt gos þar sem gosmökkurinn komst sjaldan yfir 7 km, var það óvenjulegt að því leyti hversu lengi það stóð yfir og magn ösku sem dreifðist til suðurs og suðausturs á Íslandi. Fyrstu tvo sólarhringa gossins þvingaði vindurinn mökkinn niður. Það, ásamt tiltölulega veikum gasþrýstingi en samt miklu magni af gjósku í mökknum, olli því að mökkurinn var frekar lágur fyrir ofan gossvæðið og öskuský sem var í lítilli hæð myndaðist. Myndin sem hér sést var tekin 16. apríl og sést á henni lágan gosmökk ásamt öskuskýi í lítilli hæð.