Gos á Fimmvörðuhálsi
Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 hófst 20. mars á Fimmvörðuhálsi, vestan við öskjuna í Eyjafjallajökli. 300 metra löng eldgossprunga opnaðist og hraun byrjaði að flæða. Degi síðar, þann 31. mars, opnaðist önnur sprunga nálægt þeirri fyrstu og voru báðar sprungurnar virkar á sama tíma. Virknin á sprungunum fór fljótt að minnka og þéttast, en við það mynduðust tveir stórir gígar, einn á hverri sprungu. Virknin á sprungunum tveimur hélt áfram til 8. apríl, en þá varð ekki lengur vart við virkni frá fyrstu sprungunni. 12. apríl var önnur sprungan einnig hætt að gjósa og lauk þessum hluta gossins. Þessi hluti gossins var hraungos, sem þýðir að hraun rann óhindrað frá gosstaðnum og með takmarkaða sprengivirkni og gjóskuframleiðslu. Gosið var dæmigert sprungugos með kvikustrókum sem náðu allt að 180 metra hæð frá gossprungunum. Gosið fór að myndast hraun á Fimmvörðuhálsi og á einum tímapunkti byrjaði hraun að fossa niður í Hrunargil og myndaðist við það stórbrotin, og allt að 50 m hár, hraunfoss. Hraunið sem kom upp í gosinu var alkalí ólívín basalt (47,7% SiO2) og var meðalhraunflæðið 10 m3/s. Eldgosið var því lítið gos og kraftlaust. Hraunið sem myndaðist við eldgosið þekur 1,3 km2, hefur rúmmál upp á 0,02 km3 og var nefnt Goðahraun. Tveir stórir gígar mynduðust í gosinu, ein á hvorri sprungu. Gígurinn úr fyrstu sprungunni heitir Magni og er gjallgígur en hinn er klepragígur og heitir Móði.