Goslok
Gígurinn í Eyjafjallajökli nokkrum mánuðum eftir gosið og sjá má hversu mikil vatnsgufa stígur enn upp frá gosstöðvunum sem og illa farinn jökulinn allt í kring. Ljósmyndin er tekin 16. september 2010 af Guðnýju Valberg, bónda á Þorvaldseyri, í þyrluflugi yfir eldstöðvarnar. Því voru liðnir fjórir mánuðir frá goslokum en endanlegum goslokum var þó ekki lýst yfir fyrr en 28. október.