Lífið hélt áfram
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli hafði mikil áhrif á líf fólks í kringum Eyjafjallajökul. Rýma þurfti svæðið undir sunnanverðum Eyjafjöllum þrisvar sinnum, 20. mars við upphaf gossins á Fimmvörðuhálsi og óvissunnar í kringum það, 14. apríl við upphaf gossins í Eyjafjallajökli vegna hættunnar á hlaupum, og 16. apríl vegna mikils öskufalls. Þá hafði hættan af hlaupum og öskufalli einnig mikil áhrif á bændur, þar sem hlaup og öskufall olli töluverðum skemmdum á nokkrum bæjum sem og á meðan á gosinu stóð var alltaf möguleikinn á því að aðstæður versnuðu. Gripið var til ýmissa ráða og bændur aðlöguðu sig að breyttum aðstæðum, og þá kom einnig mikil aðstoð úr ýmsum áttum, eins og frá björgunarsveitunum, slökkviliðinu og lögreglu, sveitungum og fjölda mörgum sjálfboðaliðum.
Mynd 1: Ekki var hægt að fresta vorverkum vegna eldgossins og þurfti m.a. að plægja akrana. Enn var þó hætta á því að meiri aska myndi setjast yfir svæðið og gæti þá kæft allan gróður.
Mynd 2: Til að reyna að koma í veg fyrir askan yrði of þykk á ræktarlandi, var reynt að slóðdraga til að byrla öskunni upp.
Mynd 3: Lömbin fæðast á vorin sama hvað, gosmökkurinn frá Fimmvörðuhálsi sést í baksýn. Þessi ær var óvenju snemma á ferðinni, en sauðburður byrjar vanalega um mánaðarmótin apríl/maí.
Mynd 4: Ljósmynd tekin rétt fyrir þriðju rýminguna, áður en vindátt breyttist og askan fór yfir Þorvaldseyri. Ólafur bóndi ásamt hundinum Spora fyrir framan bæinn. Ekki var vitað þá hversu lengi rýmingin myndi standa yfir, en á endanum stóð hún yfir frá 16-20. Apríl.
Mynd 5: Áfram þurfti að mjólka kýrnar þrátt fyrir rýmingu og þegar það kom hlé á öskufallinu var fólki leyft að vitja dýra sinna og þá hjálpuðu björgunarsveitirnar einnig við bústörfin. Hér sést Páll Ólafsson við mjaltir á Þorvaldseyri.
Mynd 6: Búfénaði var gefið nægt fóður og vatn til nokkurra daga þar sem ekki var ljóst hvenær hægt væri að snúa aftur.
Mynd 7: Reynt var að þétta hurðir og glugga til að koma í veg fyrir að askan næði að smeygja sér inn í hús, en vegna þess hversu fín askan var gekk það oft erfiðlega.
Mynd 8: þrátt fyrir eldgos þá hætti mjólkurbílinn hætti ekki að koma, en eftir að þriðju rýmingunni lauk þá gekk það greiðlega.
Mynd 9: Hreinsun eftir fyrsta mikla öskufallið úr fasa 1. Sjálfboðaliðar og björgunarsveitirnar ásamt slökkviliðinu komu og hjálpuðu heimafólki við hreinsunina, en mikilvægt var að fjarlægja öskuna af húsþökum áður en meira bættist við.
Mynd 10: Jökulhlaup tók í sundur hitavatnsleiðslu við Þorvaldseyri og fljótlega var hugað að bráðabirgðaviðgerðum. Rafmagnsstrengur er einnig þarna, en hann var grafinn í jarðveg og slapp.
Mynd 11: Eftir öskufallið í þriðja fasa þurfti að þrífa bæi aftur undir Eyjafjöllum. Aftur voru það sjálfboðaliðar, björgunarsveitirnar og slökkviliðið sem komu og hjálpuðu heimafólki við hreinsunina.
Mynd 12. Ekkert var borið á tún fyrir sumarið á Þorvaldseyri, en uppskeran var svipuð venjulegu árferði. Það var slegið snemma um sumarið á venjulegum tíma. Á þeim svæðum sem er ekki borið á, þar var betra árferði á næstu árum eftir gosið, ekki jafn mikill munur á ræktarlandi.