Fokaska

Eftir að askan féll átti vindur auðvelt með að færa hana úr stað, og því gat myndast mikið öskufok þó að gosmökkurinn lægi ekki yfir svæðinu. Öskufok hélt áfram í marga mánuði eftir gosið, sérstaklega í miklum vindi og eftir langa þurrka, og olli vindrofi og hafði áhrif á loftgæði á stórum svæðum. Askan var ekki bundin við nágrenni Eyjafjallajökuls heldur féll aska í nánast öllum landshlutum og stórir öskustrókar bárust yfir Evrópu. Hægt er að skipta dreifingu ösku yfir Evrópu í tvö tímabil. Það fyrra var í fyrsta áfanga gossins, þegar fín aska barst yfir norður-, mið- og austurhluta Evrópu með vindum í efra hluta veðrahvolfsins. Það síðar var í þriðja fasa, fór aska einnig yfir Norður-Atlantshafið og Vestur-Evrópu. Öskustrókarnir höfðu áhrif á flugsamgöngur til og frá 23 Evrópulöndum og vel yfir 100.000 flugferðum var aflýst á meðan á eldgosinu stóð. Þetta var í fyrsta sinn sem aska barst til meginlands Evrópu frá Íslandi frá því í Heklugosinu 1947. Það voru þrír hlutir sem stuðluðu að því að aska barst yfir Evrópu; 1. Hversu lengi eldgosið stóð yfir; 2. Hin fína kornastærð öskunnar, en hún gat auðveldlega borist með vindum og haldist á lofti nægjanlega lengi til að geta borist yfir til Evrópu; Það voru óvenjulega tíðir norðvestan vindar á meðan á gosinu stóð, en vindáttin olli því að öskustrókar bárust til suðurs og suðausturs frá Íslandi og í átt til Evrópu.

Samþykkja fótspor

Þetta vefsvæði notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefsvæðið. Sjá nánar hér.