Askan sest yfir
Mikið öskufall var í nágrenni Eyjafjallajökuls á meðan á gosinu stóð og huldi m.a. nágrenni Þorvaldseyrar. Megnið af öskunni, eða um 85% hennar, myndaðist í fasa I og III í gosinu, og myndaðist mest af mjög fínni ösku í fasa I. Alls er magn gjósku sem myndaðist í gosinu áætlað 270±70*106 m3, en þar af féll 140±20*106 m3 á Íslandi og enn fremur 25±10×106 m3 af gjósku var flutt út úr gígunum með bræðsluvatni. Gjóskan var þykkust nálægt gosstöðvunum, allt að 30 metrar, og þynntist smám saman þegar lengra var komið frá eldfjallinu. Við Þorvaldseyri var þykktin um 2,5 cm þykk á sléttu svæðum en þar sem askan safnaðist upp vegna foks gat hún verið mun þykkari. Þykktin á öskunni skiptir miklu máli þar sem hún getur kæft gróðurinn undir sér, en ef askan er þynnri en 2,5 cm á gróður nokkuð auðvelt með að ná sér og askan blandast jarðvegi. Ef askan er þykkari en 2,5 cm þá á gróður erfiðara fyrir og því þykkari sem askan verður því meiri hætta er á að allur gróður drepist undir öskunni. Ef öskulagið verður þykkara en 15 cm kaffærist allur lággróður og getur það tekið áratugi fyrir gróður og jarðveg að ná sér aftur á strik. Sem betur fer olli askan ekki víðtækum skaða á grónu landi, bæði vegna aðgerða bænda til að reyna að minnka öskuþykktina á túnum sínum,, en einnig vegna roks og rigningar. Á endanum, sérstaklega á árunum eftir gosið, hafði askan jákvæð áhrif á gróður víða vegna þess magns næringar sem leystist upp úr öskunni.
Veðrað ankaramít, en í því hafa ólivín dílarnir í berginu veðrast og orðið að rauðu iddingsíti, sem gefur berginu nýja ásýnd. Ankaramít er fínkorna basalt sem er dílað, sem þýðir að það hefur gnægð díla (kristalla) sem eru mun stærri en grái grunnmassi bergsins og mynduðust við fyrri kristöllun kvikunnar. Dílarnir eru plagíóklas (feldspat, hvítu/silfurlituðu dílarnir), pýroxen (dökku dílarnir) og ólívín (grænu og gulu dílarnir), þar sem pýroxen dílarnir eru algengastir, þó að hlutfall dílanna geti verið mismunandi. Í steininum hér hefur ólivínið veðrast yfir í rauðleitt iddingsít. Veðrunin breytir efnasamsetningu dílanna en stærðin á þeim helst óbreitt. Veðrunin á sér stað í mjög oxanid umhverfi með lágum þrýstingi og meðalháu hitastigi.