Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull er í fjallgarði Eyjafjalla og ber sama nafn og jökullinn sem hylur hluta hans. Eldfjallið er hrygglaga, aflangt í austur-vestur átt og hæsti punktur þess er 1651 m y.s. Hæðsti punktur fjallsins er á jaðri hinnar 2,5 km breiðu öskju eldfjallsins og sést suður hluti hennar frá útsýnisstaðnum. Kerfið hefur verið virkt í yfir 700.000 ár og liggja tvö stutt sprungukerfi frá öskjunni, annað til vesturs og hitt til austurs í átt að Kötlu. Eyjafjallajökull er að hluta hulið samnefndum jökli sem er sjötti stærsti jökull Íslands og þekur um 67 km2. Jökulinn er um 200-250 m þar sem hann er þykkastur innan öskju eldfjallsins. Öskjan er með opi til norðurs þar sem Gígjökull rennur út úr henni. Eldfjallið hefur einnig orðið fyrir miklu rofi af völdum jökla og ám, en þá varð einnig strandrof í vestur- og austurhliðum fjallsins við lok síðasta kuldaskeiðs þegar afstæð sjávarstaða var mun hærri en hún er nú. Eldstöðin sjálf er byggð upp af hraunlögum, kubbabergslögum og móbergslögum sem sjást vel frá útsýnistaðnum við Þorvaldseyri, en þar er lagskiptingin í Steinafjalli einkar falleg. Þessi mismundi lög eiga rætur að rekja til gossögu eldfjallsins, þar sem hún hefur verið virk á hlýskeiðum og kuldaskeiðum ísaldarinnar. Eldfjallið Eyjafjallajökull hefur aðeins fjögur þekkt gos á sögulegum tímum, einu sinni á 10. öld e.Kr., síðan annað hvort 1612 eða 1613, á árunum 1821–1823, og síðan auðvitað árið 2010 þegar það gaus og olli víðtækri truflun á flugumferð í Evrópu og yfir Atlantshafinu. Á undan gosinu 2010 varð landris og mikil skjálftavirkni við elstöðina á árunum 1994, 1999–2000 og dagana fram að gosinu.