Sniðin í Víkurfjöru mæld í tólfta skipti

Víkurfjöruverkefni Kötlu jarðvangs, Víkurskóla og Kötluseturs hélt áfram síðastliðinn þriðjudag, þegar nemendur 7. og 8. bekkjar Víkurskóla mældu sniðin fimm í Víkurfjöru. Er þetta tólfta mæling nemenda á sniðunum í Víkurfjöru, en sniðin eru mæld fjórum sinnum á ári og er þetta lokamæling þessa árs. Blíðskaparveður var þegar nemendur mældu sniðin, en ansi kalt þó, og á meðan að helmingur hópsins var við mælingar þá fræddist hinn helmingurinn um sandfangarana í fjörunni og hvernig þeir virka. Lesa má um nýjustu niðurstöður nemenda í Víkurfjöruverkefninu hér og þá má sjá ljósmyndir af mælingum nemenda hér.