Heimsókn til Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Þann 4. Ágúst síðastliðinn kíkti Katla jarðvangur í heimsókn í Mýrdalsjökul base camp í Ytri-Sólheimum. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn (Icelandic Mountain Guides) halda út starfstöð þaðan og sjá m.a um ferðir upp á Sólheimajökul og buggy túra. 

Tilefni heimsóknarinnar var að fara í ferð með leiðsögufólki fyrirtækisins og fara yfir jarðfræðina sem þar ber fyrir augum. Hugmyndin að ferðinni kviknaði þegar fjöldi leiðsögumanna frá fyrirtækinu sótti nýlega fyrirlestra jarðvangsins um jarðfræði Kötlu jarðvangs sem jarðvangurinn stóð fyrir. Farið var í buggy ferð um Sólheimasand og nágrenni og stoppað á nokkrum stöðum þar sem jarðfræðingur jarðvangsins fór yfir jarðfræðina. Þar var m.a. farið fyrir gossögu Kötlu, jökulhlaup og myndun Sólheimasands, Pétursey og gos undir jöklum og í sjó, rof frá jöklum og ám, hvernig gangberg, móberg og þursaberg myndast, sem og annað sem bar fyrir augun í ferðinni.

Jarðvangurinn vill hér með þakka Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum fyrir, og sérstaklega þakka öllu leiðsögufólki þeirra fyrir mjög hlýjar móttökur og skemmtilega ferð.