Heimsókn nemanda í ferðamálafræði til Kötlu jarðvangs

Katla jarðvangur og Kötlusetur fengu góða heimsókn síðastliðinn föstudag þegar hópur nemenda úr Háskóla Íslands kíktu við á Kötlusetur í Vík í Mýrdal. Heimsóknin er hluti af áfanganum Ferðamennska og umhverfi (LAN308G), sem kenndur er af Rannveigu Ólafsdóttur prófessor við HÍ og hafa hennar nemendur komið í heimsókn til jarðvangsins hvert haust síðastliðin ár. Nemendur fengu kynningar á bæði starfi Kötlu jarðvangs og Kötluseturs og mynduðust góðar umræður um hin ýmsu mál tengd ferðaþjónustu og menningu á meðan á heimsókninni stóð. Vill jarðvangurinn hér með þakka Rannveigu og nemendum hennar kærlega fyrir ánægjulega heimsókn. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendahópinn, ásamt Rannveigu lengst til hægri, fyrir framan vegglistaverkið á safninu Hafnleysu í Vík.