Fyrirlestur um jarðfræði fyrir ferðaþjónustuna

Katla jarðvangur verður með stuttan fyrirlestur um jarðfræði innan Rangárþings eystra og jarðvætta jarðvangsins þar, og er hugsaður fyrir fólk sem starfar í ferðaþjónustunni. Fyrirlesturinn verður í Hvolinum þann 25 maí næstkomandi, frá kl 18:00 til 20:00. Fyrirlesturinn verður á ensku og ef fyrirlesturinn gengur vel verða haldnir svipaðir fyrirlestrar í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi á næstunni.