Lúxus ofurjeppaferðir um suðurströndina

Southcoast Adventure

Lúxus ofurjeppaferðir um suðurströndina

Southcoast Adventure

Southcoast Adventure var stofnað af Þorgerði Guðmundsdóttur og Ársælli Haukssyni árið 2009. Í upphafi voru þau aðeins með einn jeppa í ferðir en í dag eru um 32 bíla í öllum stærðum og gerðum, vélsleðar og kerrur. Meðal þess sem þau bjóða upp á eru daglegar ferðir í Þórsmörk, vélsleðaferðir upp á jökul, tvær ferðir á dag í íshelli, flutningur á farangri á milli staða fyrir göngufólk, gönguferðir og kerruferðir ásamt nokkrum sérhæfðum ferðum. Fyrirtækið hefur nýlega opnað nýjar grunnbúðir, Brú Base, við Markarfljót á leiðinni í Þórsmörk og er ætlunin að þróa þær enn frekar sem gestastofu með upplýsingum og vörum úr Kötlu jarðvangi.