Tindfjöll eru fjallaröð með mörgum tindum

Tindfjallajökull & Tindfjöll

Tindfjöll eru fjallaröð með mörgum tindum

Tindfjallajökull & Tindfjöll

Tindfjöll eru fjallaröð með mörgum tindum og heitir sá mesti þeirra einfaldlega Tindur (1251 m.y.s.) og dregur fjallgarðurinn nafn sitt af honum. Þó að Tindfjallajökull sé með minnstu jöklum landsins er hann á risastórum gíg, u.þ.b. 7-10 kílómetrar að þvermáli, sem hefur myndast við mikið sprengigos. Ýmir er hæstur 1462 metra hár og Ýma er 1448 metrar. Ýma er aðeins austar en Ýmir, en þessir tveir tindar eru samstofna tindar með skarð á milli. Útsýni er mjög gott af þessum tindum yfir á Mýrdalsjökul, Eyjafjallajökul, Þórsmörk, Markafljótsgljúfur og Fjallabak svo eitthvað sé nefnt.