Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull Íslands

Mýrdalsjökull

Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull Íslands,

Mýrdalsjökull

Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull Íslands, alls um 535 km2 að flatarmáli og 140 km3 að rúmmáli. Hæstu punktar Mýrdalsjökuls eru Hábunga (1497 m), Goðabunga (1510 m), Austmannsbunga (1377) og Kötlukollar (1320 m), en þessir tindar mynda útlínu öskju eldfjallsins Kötlu. Margir sigkatlar eru í jöklinum, en þeir myndast vegna jarðhita við jökulbotninn og geta verið allt að 50 metra djúpir og nokkuð hundruð metrar í þvermál. Þykktin á jöklinum er mjög mismunandi milli svæða, en meðalþykktin er 230 metrar og er ísinn þykkastur í norðurhluta öskju Kötlu eða allt að 740 metrar. Fjölmargir skriðjöklar liggja út frá Mýrdalsjökli og þeir þekktustu eru líklega Sólheimajökull, Entujökull og Kötlujökull.