Stórfenglegt útsýni yfir þrjá jökla. Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul

Þórólfsfell og Mögugilshellir

Stórfenglegt útsýni yfir þrjá jökla. Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul

Þórólfsfell og Mögugilshellir

Þórólfsfell er 574 m hár móbergsstapi innst í Fljótshlíðinni og er útsýni af toppi þess stórfenglegt en þaðan sést á þrjá jökla. Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul. Þórólfur Asksson nam þar land samkvæmt Landnámu og mun hafa verið þar bæjarstæði til forna. Sunnan við Þórólfsfell er Mögugil en þar eru miklar móbergsmyndanir, gengið er undir stórgrýti og í gegnum hella. Neðarlega í gilinu er að finna dropahellinn Mögugilshelli sem er mikið náttúrufyrirbrigði. Hellirinn er í blágrýtisæð, um 15 metra langur og hefur myndast vegna gasbólu eða loftþrýstings. Hann er þakinn blágrýtistaumum og innarlega í honum eru svo einhvers konar gúlar (um 0,5 m að þvermáli), allt kolsvart og gljáandi. Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni að Mögugilshellir sé einstakur á Íslandi, jafnvel í heiminum.