Næst stærsta hraun sem runnið hefur á jörðinni á sögulegum tíma

Skaftáreldahraun

Hið mosaþakna

Skaftáreldahraun

Skaftáreldahraun er annað af tveimur stærstu hraungosum sem runnið hafa á jörðinni á sögulegum tíma.  Hraunið, sem rann úr Lakagígum 1783, féll í tveimur meginstraumum til byggða, sitthvoru megin Kirkjubæjarklausturs. Á þeim átta mánuðum sem gosið stóð yfir kom upp um 12 km3 af basaltkviku á yfirborðið og þekur um 565 km2 lands eða um hálft prósent af flatarmáli Íslands. Skaftáreldahraun er flokkað sem helluhraun og eru þekktir fjöldi hraunhella í hrauninu. Víðast hvar myndar þykkur gamburmosi samfellt lag yfir hraunið sem gefur því gráan lit í þurrkum, en fallega grænt eftir rigningar.