Stórbrotið umhverfi Núpsstaðar og Lómagnúps

Lómagnúpur

Lómagnúpur

Lómagnúpur er 688 m hátt standberg sem gnæfir yfir suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Vestan við hann stendur bærinn Núpsstaður. Stórbrotið umhverfi Núpsstaðar og Lómagnúps er vel þekkt. Svæðið nær frá sjó og svörtum söndum og allt til Vatnajökuls. Eldgos, jöklar og vötn hafa mótað umhverfið auk þess að skapa fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir. Lómagnúpur tilheyrir landi Núpsstaðar, sem allt er á náttúruminjaskrá.