Í Nonna og Brynjuhúsi er gistiaðstaða fyrir 21 gesti í 6 misstórum herbergjum. Í eldhúsinu er góð eldunaraðstaða fyrir gestina til afnota, því ekki er boðið upp á morgunmat né annan mat á staðnum, nema í einstaka tilfellum. Fyrir utan er ágætis aðstaða til að grilla og borða úti ef til þess viðrar, sem er næstum alltaf í sveitinni. Það er gott að koma með vel útilátið nesti, því næstu matvöruverslanir og bensínafgreiðslur eru í Vík í Mýrdal, 42 km. í vestur og á Kirkjubæjarklaustri, 50 km. í austur.

       Í Nonna og Brynjuhúsi eru þrjár salernisaðstöður, eitt með baði og eitt með sturtu.  Þar er einnig setustofa með sjónvarpi og DVD tæki og í garðinum við húsið er stór sandkassi fyrir börn að leika sér.

      Á Þykkvabæjarklaustri 2 er rekinn hefbundinn búskapur ásamt gistingu. Þar má sjá kindur og hesta. Ykkur er velkomið að fylgjast með búskapnum á meðan stendur, án endurgjalds, en á ykkar eigin ábyrgð.

      Við vonumst til þess að geta gert dvölina ykkar á Þykkvabæjarklaustri 2 sem ánægjulegasta.

  • 4871446
  • 8497917

Sjá á korti

63.507731, -18.371384|Nonna og Brynjuhús|Farfuglaheimili|/media/1031/Nonna-og-brynjuhus.png?w=250&h=109&mode=crop|http://www.katlageopark.is/gisting/nonna-og-brynjuhus/