Sveitasæla í Álftaveri

Nonna og Brynjuhús

Sveitasæla í Álftaveri

Nonna og Brynjuhús

Nonna og Brynjuhús er með gistiaðstöðu fyrir 21 gesti í 6 misstórum herbergjum. Í eldhúsinu er góð eldunaraðstaða fyrir gestina til afnota, því ekki er boðið upp á morgunmat né annan mat á staðnum, nema í einstaka tilfellum. Fyrir utan er ágætis aðstaða til að grilla og borða úti ef til þess viðrar, sem er næstum alltaf í sveitinni. Það er gott að koma með vel útilátið nesti, því næstu matvöruverslanir og bensínafgreiðslur eru í Vík í Mýrdal, 42 km. í vestur og á Kirkjubæjarklaustri, 50 km. í austur. Í Nonna og Brynjuhúsi eru þrjár salernisaðstöður, eitt með baði og eitt með sturtu.  Þar er einnig setustofa með sjónvarpi og DVD tæki og í garðinum við húsið er stór sandkassi fyrir börn að leika sér.

Á Þykkvabæjarklaustri 2 er rekinn hefðbundinn búskapur ásamt gistingu. Þar má sjá kindur og hesta. Ykkur er velkomið að fylgjast með búskapnum á meðan stendur, án endurgjalds, en á ykkar eigin ábyrgð.

Einnig er hægt að fá á staðnum leiðsögn og fræðslu um nærliggjandi staði eins og sögustaðinn Þykkvabæjarklaustur, Kúabót, Alviðruhamravita, skoða Sauðahús eða kaupa sér skoðunarferð um Bólhraunafjöru og auðnir Mýrdalssands þar sem drottning íslenskra eldfjalla Katla krýnir útsýnið úr hásæti sýnu í Mýrdalsjökli.

Staðsetning