12. október 2018

Vík í Mýrdal - Kötluráðstefna 12.-13. október

100 ár frá upphafi gossins 1918

 Vík í Mýrdal, 12.-13.október 2018

Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess á náttúru og samfélag þess tíma.

Hverjar myndu afleiðingar Kötlugos verða á samfélag dagsins í dag?
 
Radstefna Dagskra Black
Þann 12 . október í ár eru 100 ár síðan eldgos hófst í megineldstöðinni Kötlu í Mýrdalsjökli. Kötlugosið 1918 var eitt af stærri eldgosum í Kötlu.
Gosinu fylgdu gríðarlega mikil jökulhlaup og  mikið öskufall á stóru landssvæði umhverfis eldstöðina.

Í tilefni þess að heil öld er liðin frá gosinu, verður þess minnst með veglegri ráðstefnu í Vík í Mýrdal dagana 12. - 13. október.  
Til umfjöllunar verður megineldstöðin Katla og hennar áhrif á náttúru og samfélag á Suðurlandi.
Ráðstefnan hefst þann 12. Október kl. 9:00 og mun samanstanda af fjölbreyttum erindum er öll tengjast Kötlu.
Meðal fyrirlesara verða flestir helstu sérfræðingar landsins á sviði náttúruvísinda sem best þekkja til og hafa rannsakað Kötlu og áhrif hennar á landslag, náttúrufar og mannlíf á svæðinu, m.a. frá Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands, Almannavörnum, Vegagerðinni, Landsbjörg o.fl.
Jafnframt verður flutt erindi þar sem fjallað verður um frásagnir þeirra sem upplifðu gosið 1918.  Aðferðir jarðfræðinga, veðurfræðinga og 
jöklafræðinga við vöktun eldstöðvarinnar verða útskýrðar og til sýnis verða þau tæki og tól sem Veðurstofa Íslands notar í þessu sambandi.
Þann 13. október verður svo farið í stutta vettvangsferð um svæðið þar sem ummerki eftir gosið verða skoðuð.


Allir eru velkomnir á ráðstefnuna og er hún ókeypis. Föstudaginn 12. október verður súpa á boðstólum í hádeginu. Hún er ekki innifalin í gjaldleysinu og kostar 1500 kr. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna með því að senda tölvupóst á Berglindi Sigmundsdóttur, berglind@katlageopark.is (sími 862-4066), eða á Beata Rutkowska, beata@vik.is,  eigi síðar en 28. September. Eftirtaldar upplýsingar þurfa að koma fram:

  1. Nafn
  2. Heimilisfang
  3. Kennitala
  4. Verður þú í hádegismat 12. október (1500 kr fyrir súpu)
  5. Kemur þú í skoðunarferð 13. október (ókeypis) 
17. ágúst 2018

Hildur með tónleika á Midgard Base Camp

Hildur verður með tónleika í Midgard Base Camp föstudaginn 17. ágúst.

Hildur hefur slegið í gegn með hressum poppsmellum á við I'll walk with you, Næsta sumar og Bammbaramm.

Verð: 2000 kr. Miðar seldir við hurð.

Borðapantanir fyrir matagesti fara fram á netfanginu eat@midgard.is 

Við hlökkum til að taka á móti ykkur!
- Midgard teymið!


16. ágúst 2018

Að setja mörk - námskeið á vegum Respectful Mom

Stórar tilfinningar barnanna okkar – Hvernig setjum við mörk?

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvað hegðun barnanna okkar er, hvað hún þýðir, og með hvaða hætti við ýtum undir óæskilega hegðun annars vegar og hins vegar með hvaða hætti við getum hjálpað þeim að stíga útúr henni.

Að Setja Mörk námskeiðið er haldið á eftirfarandi stöðum á fyrripart landsbyggðartúr Respectful Mom:

Akranes - mánudagur 23. júlí, 17-19.30
Grundafjörður - miðvikudagur 25. júlí, 17-19.30
Patreksfjörður - fimmtudagur 26. júlí, kl 17-19.30
Ísafjörður - sunnudagur 29. júlí, 14-16.30
Sauðárkrókur - mánudagur 30. júlí, kl 17-19.30
Akureyri - miðvikudagur 1. ágúst, kl 17-19.30
RVK - 12. ágúst Kl. 15:00-17:30 - Uppselt
RVK - 14. ágúst Kl. 17:00-19:30 - Uppselt
RVK - 15. ágúst Kl. 17:00-19:30 - Uppselt
Hvolsvöllur: 16. ágúst Kl. 17:30-20.00
Reykjanesbær: 23. ágúst Kl. 17:00-19:30

Leiðbeinandi: Kristín Maríella

Námskeiðið fer fram í Midgard Base Camp - Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvelli. 
Verð $70 fyrir einstaklinga, $110 fyrir par
12. ágúst 2018

Valdimar og Örn Eldjárn á Midgard Base Camp

Söngvarinn Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn hafa undanfarin ár flutt dásamlega einlæga og hugljúfa dagskrá sem sammanstendur af lögum sem Valdimar hefur sungið með hljómsveit sinni í bland við uppáhaldslög þeirra félaga við hin ýmsu tækifæri. Nú ætla þeir vinir að endurtaka leikinn síðan í fyrra og heimsækja nokkra vel valda staði á landsbyggðinni í ágúst.

Við mælum með að tryggja sér miða í tíma á tix.is: https://tix.is/is/event/6444/valdimar-gu-munds-og-orn-eldjarn/
Miðaverð: 3500 kr.

Borðapantanir fyrir matagesti fara fram á netfanginu eat@midgard.is 

Við hlökkum til að taka á móti ykkur!

- Midgard teymið!