Katla jarðvangur er fyrsti jarðvangur Íslands, stofnaður í nóvember 2010. Tæpu ári seinna, í september 2011, fékk hann aðild að samtökum evrópskra jarðvanga (EGN: European Geoparks Network) og tengdist svo alþjóðlegu neti jarðvanga (GGN: Global Geoparks Network) eftir staðfestingu og innleiðingu þess innan UNESCO árið 2015. Katla jarðvangur er einn af fimm UNESCO svæðum á Íslandi, en hér má lesa meira um UNESCO svæði á Íslandi. Katla jarðvangur er einnig þátttakandi í Íslandsnefnd hnattræna UNESCO jarðvanga, en nefndin tekur virkan þátt í þróun jarðvanga á Íslandi. Þá veitir nefndin ráðgjöf við stofnun nýrra jarðvanga á Íslandi og frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.geopark.is.
  

Í dag eru rétt tæplega 169 jarðvangar í 44 landi og þar af 88 í Evrópu (uppfært 12.07.21)

Smelltu hér til að skoða nýju síðu Hnattræna UNESCO jarðvanga.

Katla jarðvangur er hluti af netverki evrópska jarðvanga og smelltu hér til að skoða fleiri jarðvanga í Evrópu.

EGN-69-sm

Mikil vinna var lögði í umsókn Kötlu jarðvangs í EGN netverkið, og má nálgast umsóknargögnin hér fyrir neðan: