Katla jarðvangur - Sýn um hlutverk og tækifæri til eflingar!

Í ár (2020) eru tíu ár liðin frá stofnun Kötlu jarðvangs og hafa fjölmargir lagt hönd á plóg til að byggja upp jarðvanginn og styrkja bæði stöðu og starfsemi hans. Í millitíðinni hefur jarðvangurinn hlotið alþjóðlega vottun sem UNESCO Global Geopark og haldið þeirri vottun eftir tvær ítarlegar úttektir af hálfu erlendra sérfræðinga. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að fá að auðkenna sig sem hnattrænan UNESCO jarðvang, því fylgja strangar kröfur en fyrir vikið er vörumerkið mikils virði og þekkt á alþjóðlegum vettvangi.

 

Árið 2019-2020 vann jarðvangurinn með ráðgjöfum Alta að því að skoða betur tilgang, markmið og tækifærin sem fylgja hnattrænum UNESCO jarðvangi. Hver ávinningurinn væri af jarðvanginum fyrir ólíka hagsmunaaðila hans og hvernig hann yrði til. Haldnir voru þrír rýnifundir með eigendum og starfsmönnum jarðvangsins í þessari vinnu og að lokum var gefin út skýrsla (2020) um vinnuna, hún var svo kynnt á fundi í Vík. 

Skýrslan fer vandlega í grunninn að stofnun Kötlu jarðvangs, þeim kröfum sem fylgir að fá alþjóðlega viðurkenningu af hálfu UNESCO, og borin saman hver sýn um hlutverk jarðvangsins er frá ýmsum aðilum séð. Eins er útskýrt hvað þurfi til að jarðvangurinn geti orðið sá öflugi aflvaki byggðaþróunar sem hann var upphaflega stofnaður til að vera. 

Þægilegast er að skoða greinargerð Alta í tölvu í lesaranum, en til að skoða í vafra, smellið hér

F
ramundan verður unnið að svæðismörkun og má lesa meira um það hér.