Rannsóknir innan Kötlu jarðvangs

 

Jarðvangurinn heldur úti einu nemenda rannsóknarverkefni með Víkurskóla í Vík, en stefnt er að hefja nemendaverkefni með Hvolsskóla og Kirkjubæjarskóla í framtíðinni. Nemendaverkefnið í Víkurskóla heitir Víkurfjöruverkefnið og felst í því að rannsaka stöðuleika Víkurfjöru við Vík í Mýrdal. Frekari upplýsingar um verkefnið ásamt niðurstöðum nemenda má finna á undirsíðunni Víkurfjöruverkefnið.

Þá stunda fjölmargar stofnanir rannsóknir innan jarðvangsins, á fjölmörgum sviðum, og hér fyrir neðan er listi af hluta af þeim stofnunum ásamt hlekkjum á heimasíður þeirra.

-          Jarðvísindastofnun Háskólans   

-          ÍSOR

-          Landmælingar Íslands

-          Veðurstofan

-          Landgræðslan

-          Náttúrufræðistofnun Íslands

-          Almannavarnir

-          Vegagerðin

-          Náttúrustofa Suðurlands

-          Náttúrustofa Suð-austurlands

-          Umhverfisstofnun

-          Vatnajökulsþjóðgarður

-          Minjastofnun

 
Þá eru einnig nokkrar vefsíður sem jarðvangurinn vill koma á framfæri, en á þeim má finna mikið magn af áhugaverðum upplýsingum.

Eldsveitir.is en á síðunni má finna mikinn fróðleik um sögur, fólk, viðburði og fleirra úr Skaftárhreppi.

Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna frá suðurlandi.