Eftir einstaklega vel heppnaða ráðstefnu eru ágrip erinda sem flutt voru af glæsilegum hópi fyrirlesara komin á netið. Hægt er að skoða skjalið með því að smella á hlekkinn hér að neðan en einnig er hægt að fletta í gegnum heftið beint af síðunni úr lesaranum. Myndbönd af erindum sem haldin voru á ráðstefnunni er nú orðin aðgengileg og má skoða hér að neðan.

Skoðaðu ráðstefnuheftið:

Hér er hægt að horfa á myndbönd af erindunum.

Tæknilegir örðugleikar á meðan upptöku stóð olli því að einstaka erindi náðust ekki á upptöku, annaðhvort í heild eða að hluta. Eins og stendur erum við að vinna með skrárnar, en þangað til má nálgast erindin á Facebook síðu Kötlu Geopark, en við höfum listað þau upp hér með tímamerktum hlekkjum á erindin:

 

Þorsteinn Sæmundsson „Setning / Ávarp“ – 0:13:30

Páll Einarsson Sögulegar heimildir um aðdraganda Kötlugosa og samanburður við mælda forboða eldgosa seinustu áratuga á Íslandi“  – 0:27:10

Eyjólfur Magnússon Skyggnst í undirheima Mýrdalsjökuls með íssjá“ – 0:43:30

Ármann Höskuldsson „Um eðli Kötlugosa“  – 0:56:25 (fyrstu 5 mínútur í lagi – upptaka gölluð, orsök ekki þekkt)

Þorvaldur Þórðarson „Yfirlit um útgösun brennisteins í Kötlugosum og hugsanleg áhrif þess á andrúmsloftið“ – 0:00:00 (seinustu 6 mínútur erindis – netsamband datt út)

Uta Reichard „Kötlugos á þotuöld“ – 0:06:40 (fyrstu 9 mínútur erindis – netsamband datt út)

Sigurður Sigurðarson „Vík í Mýrdal, varnir gegn sjávarrofi“ – 0:00:00

Smári Jóhannsson „Raforkuflutningskerfið - Áhætta vegna jarðvár“ - 0:16:10

Þorleifur Jónasson „Fjarskiptasamband á rýmingarsvæði Kötlu“ - 0:31:00

Guðrún Larsen – Ekki til. Tæknilegir örðugleikar (rafmagn fór af upptökubúnaði)

Magnús Tumi „Þar brunuðu fram heilar heiðar snævi þaktar: Ísbráðnun í gosinu 1918, tengsl hlaups og goss og eðliseiginleikar stórra Kötluhlaupa“ – 0:00:20

Helgi G. Gunnarsson „Hermun Kötluhlaups í Múlakvísl og mat á rennsli til Víkur“ – 0:30:00 (fyrstu 8 mínútur erindis – netsamband datt út)

Helgi G. Gunnarsson „Hermun Kötluhlaups í Múlakvísl og mat á rennsli til Víkur“ - 0:00:00 (frh – netsamband datt út í seinni hluta erindis einnig)

Tómas Jóhannesson „Framrásarhraði jökulhlaupa á Mýrdalssandi“ – 0:02:05

Guðmundur Valur Guðmundsson „Kötlugos 2018 – Áhrif á samgöngur, vegi og brýr“ – 0:17:45

Kristín Jónsdóttir „Eftirlit með Kötlu: Náttúruváreftirlit Veðurstofunnar“ - 0:35:05

Víðir Reynisson „Beðið eftir Kötlu, áskoranir í undirbúningi almannavarna í  síbreytilegu samfélagi“ - 0:50:50

Magnús Þór „Ásýnd eftir Sandgræðslu í Mýrdal“ - 0:00:00

Hulda Ragnheiður Árnadóttir „Ef Katla gýs, hvaða tjón fæst bætt?“ – 0:11:15

Evgenia Ilyinskaya „Mikil gaslosun frá Kötlu 2016 og 2017 – hvað þýðir þetta um kvikusöfnun?“ – 0:31:34

Halldór Geirsson „Hvað segja jarðskorpuhreyfingar okkur um kvikusöfnun Kötlu?“ – 0:46:05

Björn Sævar Einarsson „Katla sett á rautt: Veðurstofan og alþjóðaflugið“ - 1:01:29

Guðrún Gísladóttir og Deanne Bird „Hvað getum við lært af fyrri kynslóðum? Reynsla Álftveringa af Kötlugosinu 1918“ – 1:17:12

Þorbjörg Gísladóttir „Lokaorð frá sveitarstjóra Mýrdalshrepps“ – 1:38:40

 

Annað áhugavert efni:


Hér má sjá myndband eftir Kat Deptula photography. Katla Geopark, Veðurstofan, Almannavarnir og Jarðfræðafélag Háskóla Íslands tóku höndum saman og stóðu að fræðslu fyrir skólahópa þar sem krakkarnir úr jarðvangnum lærðu um aðferðir, tæki og tól ásamt ýmsum fróðleik tengt eftirliti og viðbrögðum við eldgosi. Einnig fengu þau tækifæri á að prófa sýndarveruleika þar sem hægt er að skoða sig um og kynnast jarðfræði og menningu valinna jarðvanga sem tóku þátt í verkefninu, en því var stýrt af Magma UNESCO Global Geopark í Noregi.