Gönguleiðakort
Hér má nálgast gönguleiðakortin okkar fyrir hvert sveitarfélag. Mikil vinna fór í þessi kort, en IPA-styrkur var veittur Háskólafélagi Suðurlands fyrir Kötlu jarðvang árið 2012. Hluti hans fór í gerð þessara korta og erum við einstaklega ánægð með útkomuna.
Til að styrkja jarðvanginn má fá kortin á sanngjörnu verði á helstu viðkomustöðum innan jarðvangsins. Ef kortin eru ekki á staðnum má hafa samband við okkur á info@katlageopark.is og láta okkur vita.
Rangárþing eystra
Mýrdalshreppur
Skaftárhreppur