Seljavallalaug er 25 metra friðuð útisundlaug sem stendur í fögrum fjallasal skammt innan við bæinn Seljavelli undir Eyjafjöllum. Laugin er ein elsta sundlaug landsins og var fyrst hlaðin af Ungmennafélagi sveitarinnar með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Hafin var sundkennsla í lauginni, sem hluti af skyldunámi, árið 1927. Laugin stendur upp við klettavegg þar sem heitt vatn sytrar út úr berginu, báðir endar laugarinnar og önnur langhliðin eru steinsteypt. Bygging Seljavallalaugar var sannkallað þrekvirki og ber þeim sem þar lögðu hönd á plóginn fagurt merki um mikið þrek og stórhug ungs fólks í upphafi síðustu aldar. Ganga þarf nokkuð til að komast að lauginni en leiðin er greiðfær og einstaklega falleg.

Sjá á korti

63.555424073, -19.631418837|Seljavallalaug|Jarðfræði og menning|/media/1440/Seljavallalaug_S-Gísla20121.jpg?w=250&h=109&mode=crop|http://www.katlageopark.is/um-jardvanginn/jardvaettin/seljavallalaug/