Pöstin, Hvammsmúli, Kálfhamar og Dysjarhól
Kálfshamar, Pöstin og Dysjarhóll eru klapparhólar undir Eyjafjöllum, framan við Hvammsnúp. Klappirnar eru úr ankaramíti, sem er basalt með áberandi pýroxen- og ólivíndílum. Klappirnar setja sterkan svip á umhverfið og til er þjóðsaga sem tengist Pöstunum. Þar mun draugurinn Flóðalabbi hafa verið kveðinn niður af Magnúsi presti en niður við mýrina, austan í Pöstunum, er klettur þar sem Flóðalabbi greip í er vörn hans þraut og mörkuðu fingurnir í klettinn og sést það enn.