Fimmvörðuháls liggur milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls og er í um 1100 m hæð. Þar liggur gönguleiðin vinsæla á milli Skóga og Þórsmerkur sem er um 24 km. Nafnið er dregið af fimm vörðum er stóðu þar nokkuð þétt til að vísa leiðina í dimmviðri.

Magni og Móði eru gígarnir tveir sem mynduðust í gosinu árið 2010 og er gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls að hluta á nýja hrauninu sem rann frá þeim, Goðahrauni.  

Sjá á korti

63.633207106, -19.444238977|Fimmvörðuháls, Magni & Móði|Jarðfræði|/media/1055/Þyrluflug-i-gosinu-a-Fimmvorduhalsi_Gudmundur-Kristjan-Ragnarsson2012.jpg?w=250&h=109&mode=crop|http://www.katlageopark.is/um-jardvanginn/jardvaettin/fimmvorduhals-magni-modi/