Dyrhólaós er 4,8 km2 stórt vatnsflæmi, skammt frá Vík í Mýrdal. Þar eru sjávarleirur, þær einu á Suðurlandi, með sérstæðum lífsskilyrðum. Loftsalahellir er sérstæður og allstór hellir í móbergshamri í suðausanverðu Geitafjalli. Þar eru fjölbreyttar stuðlabergsmyndanir og gróskumiklar hlíðar. Þessi hellir er hinn forni þingstaður bænda í Mýrdal en nálægt honum er þúst ein í brekku er nefnist Gálgaklettur. Talið er að samkvæmt nafngiftinni hafi farið þar fram aftökur sakamanna fyrr á öldum en ekki eru til beinar heimildir er bera því öruggt vitni.

Sjá á korti

63.416115,-19.12488|Dyrhólaós and Loftsalahellir|Jarðfræði og menning|/media/39192/Loftsalahellir-Þorir-Kjartansson.jpg?w=250&h=109&mode=crop|http://www.katlageopark.is/um-jardvanginn/jardvaettin/dyrholaos-and-loftsalahellir/