Alviðruhamrar eru klettahamrar á söndunum fram af Álftaveri. Alviðruhamrar hafa líklega myndast eftir að hraun hefur runnið ofan af hálendinu á forsögulegum tíma, allt í sjó fram, en þar hefur sjórinn svo brotið framan af hrauninu.  Norðvestur af Álftaveri var Dynskógahverfið til forna, en byggðin þar er talin hafa farið í eyði í Kötluhlaupinu um 900. Þar eru nafngreindir nokkrir bæir og einn af þeim hét Alviðra sem hamrarnir eru víst nefndir eftir. Talið er að Þorkell Alviðrukappi sem barðist við Hróar Tungugoða á Orrustuhól hafi kennt sig við þann bæ.

Sjá á korti

63.45534, -18.30888|Alviðruhamrar|Jarðfræði og menning|/media/1039/alvidruhamrar.jpg?w=250&h=109&mode=crop|http://www.katlageopark.is/um-jardvanginn/jardvaettin/alvidruhamrar/