Útskýringar
L Lögvernd Verndarmarkmið fyrir jarðminjar, vatnasvæði, landslag og víðerni.
Til að stuðla að vernd jarðfræðilegrar fjölbreytni landsins og fjölbreytni landslags skal stefnt að því: a. að varðveita skipulega heildarmynd af jarðfræðilegum ferlum og fyrirbærum sem gefa samfellt yfirlit um jarðsögu landsins, b. að vernda jarðmyndanir sem eru sérstakar eða einstakar á lands- eða heimsvísu, c. að vernda vatnsfarvegi, fossa og stöðuvötn svo sem kostur er, d. að varðveita landslag sem er sérstætt eða fágætt eða sérlega verðmætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis, e. að standa vörð um óbyggð víðerni landsins.
M Minjavernd Friðlýstum menningarminjum má enginn, hvorki eigandi, landeigandi, ábúandi, framkvæmdaraðili né nokkur annar, raska, spilla, granda, hylja, flytja úr stað eða rífa nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Mjög strangar kröfur eru gerðar til allra breytinga og alls rasks í tengslum við friðlýstar menningarminjar og umhverfi þeirra. Hvers konar röskun, byggingarframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á friðhelguðu svæði 100 m umhverfis friðlýstar fornleifar eru óheimilar án leyfis Minjastofnunar Íslands.
Nms Á náttúruminjaskrá Á Náttúruminjaskrá eru listuð svæði, 402 talsins í landinu öllu, sem ekki eru friðlýst, en hafa til að bera sérstöðu sem er mikils virði og verður ekki bætt sé því raskað. Skránni er ætlað að marka stefnu í friðlýsingarmálum og að vera grundvöllur að viðræðum við rétthafa um þessi efni. Skráin á einnig að vera leiðarvísir í skipulagi og landnotkun.
Hv Hverfisvernd Ákvæði í svæðis-, aðal- eða deiliskipulagi um vernd á sérkennum eldri byggðar, annarra menningarsögulegra minja eða náttúruminja.