Hvolsskóli er einn af okkar öflugu jarðvangsskólum í Kötlu Geopark. Skólar í samstarfi við jarðvanginn tileinka sér og vinna með einkenni, sögu og jarðfræði nærumhverfisins til að efla umhverfisvitund og umhverfislæsi nemenda undir merkjum Geo-skóla Kötlu UNESCO Global Geopark.

Markmiðið er að nýta stefnu jarðvangsins og sveitarfélaganna þriggja sem að honum standa; Mýrdalshrepp, Rangárþing eystra og Skaftárhrepp, samkvæmt alþjóðlegri vottun hans sem UNESCO jarðvangs. Fræðslustefna verði mótuð þar sem grunnskólar halda áfram framúrskarandi vinnu á þessu sviði þar sem kennarar, nemendur og jarðvangurinn vinna saman að því að bæta í fjölbreytileika námsins og veita aukna áherslu á nærumhverfið.

Markmið gagnvart nemendum er að þeir öðlist aukinn skilning á:

  • jarðfræði svæðisins og læsi á umhverfið
  • samhengi jarðsögu, lífríkis og landslags innan jarðvangsins
  • tengslum náttúrunnar og búsetusögu
  • sögulegum menningararfi jarðvangsins
  • kröftum náttúrunnar út frá eðli svæðisins og náttúruvá sem íbúar búa við á svæðinu
  • hvernig íbúar lifa af landinu svo sem með matvælaframleiðslu, handverki og ferðaþjónustu, og skilji hugtakið sjálfbæra notkun
  • stöðu sinni gagnvart umhverfinu og vistkerfinu
  • náttúruvernd og hlutverk sitt og ábyrgð gagnvart umhverfinu, framtíð svæðisins og heilbrigði náttúrunnar.


Valáfangi í Hvolsskóla - Katla jarðvangur. 
Nemendur fengu tækifæri til að læra meira um svæðið sem Katla Geopark er í gegnum valáfanga sem hófst í nóvember 2019 og lauk þ. 11. febrúar síðastliðinn.
Ýmis verkefni og efni var skoðað yfir önnina, þar sem miðað var að því að nemendurnir kynntu sér betur menningu, jarðfræði og náttúru svæðisins. 

Í tilefni alþjóðlegs dags fjalla, þann 11. desember, tóku nemendur í Hvolsskóla saman upplýsingar um valið fjall innan svæðisins. Byrjuðu þau á að nýta sér nýja síðu jarðvangsins sem varð til í samstarfi við Náttúruminjasafnið á Krít og Psiloritis UNESCO Global Geopark. Þar skoðuðu þau sig um jarðvanginn og völdu sér svæði til að vinna með. Völdu þau sér svo fjall til að fjalla um, og má afraksturinn sjá hér að neðan:

Hekla - Lilja & Stephan
Eyjafjallajökull - Soffía & Þórhildur
Valahnúkur (Reykjanes) - Jade og Sigurpáll
Þríhyrningur - Óskar og Marco
Eyjafjallajökull - Aron & Brynjar

Hér voru nemendur að kynna sér heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna þar sem þau t.a.m. nefndu stærstu vandamál heimsins eins og þau sjá þau fyrir sér og ræddu mögulegar lausnir og hvað betur má fara á Íslandi. 

20200204 142141
20200204 140922
20200204 142149