19. apríl 2023

Jarðvangsvika Kötlu jarðvangs hefst í dag

Jarðvangsvika Kötlu jarðvangs hefst í dag og verða margir skemmtilegir viðburðir og tilboð í vikunni. Sjá má dagskránna og tilboðin á myndunum sem hér fylgja. Hver viðburður og tilboð verða síðan kynnt nánar á meðan á vikunni stendur. Jarðvangsvikan er haldin í samfloti með Vor í Vík og við mælum eindregið með að þið kíkið á dagskránna þar líka. Best er að fylgjast með vikunni á fésbókarsíðu jarðvangsins, www.facebook.com/katlageopark.
Í dag er kynning á Zoom (tengilinn er https://us06web.zoom.us/j/86728143729) þar sem jarðvangsvikan verður kynnt og Sigurður Sigursveinsson mun halda stutta tölu um jarðvanga.
Kl. 16:00 er síðan "spyrjið jarðfræðinginn" hornið í Kötlusetri í Vík, en þar getið þið komið við og spurt jarðfræðing ef þið eruð með brennandi jarðfræðispurningu.
Kl. 17:00 er fyrsti dagurinn af "Umhverfishetjur", sem er skemmtilegt umhverfisátak og plokk, með íslenskukennsluívafi. Lagt er af stað frá Kötlusetri í Vík. 
Í dag hefst einnig kosning um einkennisberg Kötlu jarðvangs. Jarðvangurinn valdi átta mismunandi berg til að velja úr og verður kosið daglega á milli tveggja tegunda þangað til það er einn sigurvegari. Kosið verður á fésbókarsíðu jarðvangsins og fylgir stutt lýsing á hverju bergi. Bergtegundirnar og útsláttakeppnina má sjá hér og hvetjum við fólk til að kjósa.
Þá hefst einnig jarðvangsbingóið í dag, þar sem fólk er hvatt til að heimsækja hina ýmsu staði innan jarðvangsins. Fjögur mismunandi spjöld eru í boði, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og jarðmyndanir.
 

Twitter Facebook
Til baka