10. mars 2023

Víkurfjöruverkefnið heldur áfram

Nemendur í 9. og 10. Bekk Víkurskóla mældu Víkurfjöru þann 8. mars síðastliðinn í blíðskaparveðri þótt kalt hafi verið. Mælingin gekk mjög vel og var þetta í níunda skipti sem nemendur mæla fjöruna en mælinginn er hluti af Víkurfjöruverkefninu sem er samstarfsverkefni Kötlu jarðvangs, Víkurskóla og Kötluseturs. Í verkefninu sjá nemendur um að mæla sex snið í Víkurfjöru og reikna síðan m.a. út breytingar á rúmmáli, breidd fjörunnar og staðsetningu fjörukambsins til að fylgjast með breytingum í Víkurfjöru og hvort að sandfangararnir í fjörunni séu að verja hana fyrir landbroti. Verkefnið hófst í janúar 2021 og hafa nemendur því mælt fjöruna í tvö ár nú. Við Þau tímamót var ákveðið að búa til síðu um verkefnið til að áhugasamir gætu fylgst betur með og séð niðurstöður mælinga nemenda. Síðuna má sjá hér https://www.katlageopark.is/um-jardvanginn/rannsoknir-innan-kotlu-jardvangs/vikurfjoruverkefnid/

Twitter Facebook
Til baka