18. janúar 2023

Kynning á starfi Kötlu jarðvangs

Berglind Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu jarðvangs kom inn á sveitarstjórnarfund Rangárþings eystra á nýafstöðnu ári og hélt kynningu um hlutverk, markmið og helstu verkefni. 

Farið var yfir hvað jarðvangar eru, fyrir hvað þeir standa og hvernig jarðvangurinn vinnur að sjálfbærri þróun áfangastaðarins í samvinnu við hagsmunaaðila og íbúa. 

Í lokin kynnti Berglind hvernig jarðvangurinn, með sína alþjóðlega vottun og viðurkenningu sem UNESCO svæði, hefur fengið umtalsverðar tekjur til þróunar og uppbyggingar áfangastaðarins gegnum árin, en það má rekja til UNESCO vottunarinnar og jafnframt gott samstarf við bæði UNESCO Global Geoparks, Global Geopark Network og European Geoparks Network,  þar sem opnast aðgengi að ýmisskonar styrkjasjóðum innan Evrópu. 

Við samantektina á tekjum og framlögum mátti sjá að fyrir hverja krónu sem sveitarfélögin hafa sett í jarðvanginn (um 100 mkr frá upphafi, 2008) hafa komið tilbaka milli 300-400 mkr í tekjur og styrki. Þannig að hver króna sem sveitarfélögin hafa fjárfest í Kötlu jarðvangi hafa a.m.k. 3 kr skilað sér tilbaka ! 

Smellið á þennan tengil til að sjá kynningu framkvæmdastjóra.

Ef þú vilt fá kynningu á Kötlu jarðvangi fyrir þig eða þína starfsemi, ekki hika við að vera í sambandi við okkur. 

Berglind, framkvæmdastjóri, berglind@katlageopark.is,   eða í síma: 862-4066

Twitter Facebook
Til baka