Katla jarðvangur og Southcoast Adventure gerast formlegir samstarfsaðilar
Katla jarðvangur og Southcoast Adventure formgerðu samstarf sitt á dögunum og er Southcoast því orðið formlegt samstarfsfyrirtæki.
Samstarfið felur í sér að vinna saman að því að efla sjálfbæra jarðferðamennsku svæðisins en þar er lögð áhersla á að nýta staðbundnar auðlindir og draga fram menningar- og náttúruminjar svæðisins, ásamt því að efla fræðslu og skilning um sérstöðu svæðisins. Einnig felur samstarfið í sér að styrkja samstarfið við önnur fyrirtæki svæðisins og hvetja gesti til ábyrgrar umgengni um náttúru- og menningarminjar jarðvangsins ásamt því að tileinka sér umhverfisvænar aðgerðir í eigin rekstri eins og endurvinnslu og flokkun sorps, orkusparnað, og fleira.
Southcoast Adventure var stofnað af Þorgerði Guðmundsdóttir og Ársæli Haukssyni, árið 2009. Til að byrja með höfðu þau einn jeppa til að þjónusta ferðalanga og var þá aðallega um að ræða íslenska ferðamenn. Tveim árum síðar réðu þau fyrsta starfsmanninn. í dag eru 32 stöðugildi auk þess að hafa í kringum átta til 10 verktaka sem hægt er að hóa í þegar á þarf að halda sem vill nú vera ansi oft þar sem álagstíminn virðist teygast yfir allt árið í dag en ekki einungis á sumrin eins og var áður. Fyrirtækið á í dag um 32 bíla í öllum stærðum og gerðum, snjósleða og Buggy bíla . Upphaflega eða fyrir 11 árum var farið daglega uppá Eyjafjallajökul, Þórsmörk eða Fimmvörðuháls. 10 árum síðar hefur fyrirtækið stækkað ört, við getum meðal annars boðið upp á daglegar ferðir inn í Þórsmörk á fleiri bílum, snjósleðaferðir upp á jökul, tvær brottfarir á dag í íshelli, flutt farangur göngufólks á milli náttstaða, gönguferðir um fjallabak og Buggy ferðir ásamt fleiri sérsniðnum ferðum svo fátt eitt sé nefnt. Starfsmenn fyrirtækisins eru flestir meðimir björgunarsveitarinna á svæðinu og því alvanir ýmsum aðstæðum sem sem gerir þá að betri starfsmönnum ef upp koma óvænt atvi, við þurfum sem betur fer ekki oft að nýta þessa þekkingu en teljum gott að hafa hana í bakhöndini.
Það er gaman að horfa til baka á þessi 13 ár, hugsa hversu vel þeim hefur tekist að byggja um traust og gott fyrirtæki sem hefur einnig skapað atvinnutækifæri hjá heimamönnum. Engir dagar eru eins, þegar vinnu lýkur er komin tilhlökkun fyrir næsta degi. Taka þátt í því að skapa ævintýri og minningar fyrir okkar ferðalanga, bæði innlendra og erlendra. Kynna það helsta sem landið hefur upp á að bjóða og hvetur ánægja okkar viðskiptavina okkur áfram til að gera betur. Flestir sem starfa hjá fyrirtækinu eru heimamenn og allir tengjast á einn eða fleiri hátt, sem er kostur að því leiti að við eigum auðveldara með að hjálpast að þegar á reynir. Allir innan fyrirtækisins eigi skemmtilegar sögur að segja frá. Sögur frá ferðum, fjallasýnum og þjóðsögum frá því við vorum ung. Hver af annarri skemmtilegri.
Allar ferðir okkar eru skemmtilegar, fjölbreyttar og allir geta fundið sér eitthvað sem hentar. Á vorin hefst undirbúningurinn fyrir trússið á hálendinu, þar sem við keyrum með farangur á milli náttstaða fyrir göngufólk. ,,Það jafnast ekkert á við friðsældina og fegurðina á fjöllum”. Einnig er ótrúleg upplifun að standa uppá Eyjafjallajökli og horfa á útsýnið og hina fögru fjallasýn, meðal annars Vestmannaeyjar og Tindfjöllin, þetta er svo sérstakt, verðmætt og engu líkt. Fyrirtækið er einnig búið að opna Brú Base við Markarfljótið og ætlunin að byggja upp aðstöðu þar fyrir gesti jarðvangins með fræðslu og vörum úr jarðvanginum.
Með samstarfinu er Southcoast Adventure orðinn hluti af vaxandi hóp fyrirtækja innan Kötlu jarðvangs sem hafa tileinkað sér að vinna saman að því að viðhalda UNESCO viðurkenningu svæðisins. Með þessu framlagi sínu fá þau sérstakt tákn, Katla Geopark Partner, og geta þar með vakið athygli á sinni aðkomu að uppbyggingu og verndun svæðisins í þágu sjálfbærra þróunar. Katla jarðvangur hlakkar til samstarfsins og fyrir frekari upplýsingar um jarðvangsfyrirtækin er hægt að fara á https://www.katlageopark.is/um-jardvanginn/jardvangsfyrirtaeki/