02. september 2022

Fýlabjörgun í Kötlu jarðvangi

Katla jarðvangur hefur fengið fjölda tilkynninga um björgun fýla og fyrirspurnir þess efnis úr öllum landshornum! Hann fékk t.d frétt af Arianne Gaehwiller og fjölskyldu hennar sem höfðu bjargað á þriðja hundrað fýla í ár, og keyrt um 3.000 km í því skyni, en það hefur myndast hefð hjá þeim að heimsækja jarðvanginn og bjarga fýlum ár hvert. Við fengum leyfi til að deila myndum frá björgunarleiðangrum þeirra, sem má sjá hér, og söfnum fleiri sögum og myndum til að hvetja fleiri til að taka þátt á komandi ár. Ef þú ert með ljósmyndir og/eða sögur sem þú villt deila með öðrum, þá máttu endilega senda okkur línu á johannes@katlageopark.is eða slá á þráðinn á 866-7863.

Twitter Facebook
Til baka