Fýlsungarnir farnir á stjá
Nú þegar fýlsungar fara að yfirgefa hreiður sitt, enda þeir oft á vegum og á öðrum svæðum þar sem þeir eru í hættu eða eiga erfitt með að komast burt frá. Auðvelt er að bjarga þeim og hefur Katla jarðvangur, Fuglavernd, Kötlusetur og Umhverfisstofnun tekið höndum saman varðandi að deila efni um hvernig megi bjarga þeim og hvar eigi að sleppa þeim. Helstu upplýsingur um björgun fýlsunga má sjá hér, stutt myndskeið um hvernig eigi að bjarga fýlsungum má sjá hér, og þá er hægt að lesa sér meira til á vef fuglaverndar hér.
Vegna umræðu um fuglaflensu í fuglum, þá er vert að benda á að „Það afbrigði fuglaflensuveirunnar sem nú er mest um í Evrópu og víðar veldur almennt ekki sýkingu í fólki“ (frá MAST), og fólki því almennt óhætt að reyna að bjarga fýlsungum.
Gangi ykkur síðan vel við björgunarstörfin 😊 og ef þið eruð með einhverjar spurningar þá endilega sendið okkur línu á info@katlageopark.is