30. júní 2022

Jarðvangurinn fékk góða gesti í heimsókn

Jarðvangurinn fékk góða gesti úr Ruritage og Building Bridges verkefnunum í lok júní. Í gegnum Ruritage verkefnið komu fulltrúar frá UNESCO, Háskólanum í Bologna og sveitarfélaginu Appignano del Tronto á Ítalíu. Markmið heimsóknarinnar var að kynna þeim fyrir þeirri vinnu sem unnið hefur verið í jarðvanginum á meðan Ruritage stóð ásamt því að kynna fulltrúum Appignano del Tronto meðal annars fyrir Almannavarnarkerfinu á Íslandi, hvernig fylgst er með jarðskjálftum á landinu og hvernig Íslendingar berjast við óblíð náttúruöflin. Í gegnum Building Bridges verkefnið komu tveir fulltrúar frá Estrela jarðvanginum í Portúgal, en ásamt þeim tekur einnig Gea Norvegica í Noregi þátt í verkefninu. Markmið heimsóknarinnar frá þeim var að kynnast hvernig Katla jarðvangur starfar, en síðar á árinu munu aðilar frá Kötlu heimsækja Estrela til að læra af þeim. Heimsóknin stóð yfir á milli 20-26. Júní og gekk mjög vel. Á meðan á heimsókninni stóð voru mörg jarðvætti innan bæði Reykjanes jarðvangi og Kötlu jarðvangi heimsótt ásamt því að fjölmargar stofnanir og fyrirtæki voru heimsótt þar sem vel var tekið á móti hópnum og farið yfir ýmiss málefni. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni hélt fyrirlestur um náttúruvá á Íslandi og hvernig Veðurstofa fylgist með jarðskjálftum og annarri vá. Hún hélt einnig tölu um björgunarsveitirnar og hvernig væri að vera meðlimur í þeim. Daníel Einarsson og Þuríður Halldóra Aradóttir Braun frá Reykjanes jarðvangi héldu einnig fyrirlestur um eldgosið á Reykjanesi og hvernig jarðvangurinn brást við gosinu. Þá hélt Sólveig Þorvaldsdóttir, sérfræðingur fyrir hönd Rannsóknarmiðstöðvarinnar í jarðskjálftaverkfræði, hélt fyrirlestur um almannavarnarkerfið á Íslandi. Þá kynnti Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lava Center á Hvolsvelli, sýninguna og hvernig Lava Center er rekið fyrir hópnum, ásamt því að jarðfræðingurinn Jorge Montalvo leiðbeindi hópnum um sýninguna. Andri Guðmundsson, stjórnandi Skógasafn, tók einnig á móti hópnum á Skógum og kynnti safnið, og Eva Björk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Hótel Laka, sýndi hópnum gjóskulögin í Bjarnargarði. Þá hélt Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, tölu um nýjasta rannsóknarverkefnið sitt sem fellst í að rannsaka áhrif gossins í Kötlu árið 1918 á bóndabæi í Mýrdals- og Skaftárhreppi. Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðukona Kötluseturs, kynnti setrið og hlutverk þess, Berglind Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu jarðvangs, kynnti jarðvanginn og Jóhannes M. Jóhannesson, verkefnastjóri jarðvangsins, kynnti Víkurfjöruverkefnið og jarðvangsskóla. Þá kynntu Sara Helena Moreira dos Santos og Magda Sofia Ferreira Fernandes, frá Estrela jarðvangi, jarðvanginn og fræðslu og jarðarfleifð í tengingu við Building Bridges verkefnið. Að lokum þá kynntu Fanney Ásgeirsdóttir og Jóna Björk Jónsdóttir, frá Vatnajökulsþjóðgarði, kynntu Þjóðgarðinn og nýju gestastofuna í Kirkjubæjarklaustri. Katla jarðvangur þakkar öllum þeim sem komu að heimsókninni og ljósmyndir úr heimsókninni má finna hér.      

Twitter Facebook
Til baka