09. maí 2022

Nemendur Víkurskóla mældu Víkurfjöru í blíðskaparveðri

Nemendur í Víkurskóla mældu Víkurfjöru á miðvikudaginn 4. maí síðastliðinn í blíðskaparveðri. Þar mældu nemendur upp sjö snið í fjörunni, tóku ljósmyndir af fjörunni, og tóku sandsýni sem þau munu síðan þurrka og sigta seinna og þar með rannsaka kornastærðina við sniðin. Mælinginn er hluti af Víkurfjöruverkefninu sem er samstarfsverkefni Kötlu jarðvangs, Víkurskóla og Kötluseturs. Í verkefninu sjá nemendur um að mæla snið í Víkurfjöru og reikna síðan m.a. út breytingar á rúmmáli, breidd fjörunnar og staðsetningu fjörukambsins til að fylgjast með breytingum í Víkurfjöru og hvort að sandfangararnir í fjörunni séu að verja hana fyrir landbroti. Verkefnið hófst í janúar 2021 og hafa nemendur nú mælt í eitt ár og styttist í að fyrsta skýrslan verði gerð um fjörubreytingar í Víkurfjöru og verður hún síðan kynnt fljótlega á næsta skólaári.

Twitter Facebook
Til baka