09. maí 2022

Katla jarðvangur og Skógræktarfélag Íslands undirrita samstarfsyfirlýsingu

Þann 4. maí síðastliðinn undirrituðu Katla jarðvangur og Skógræktarfélag Íslands samstarfsyfirlýsingu um að reyna að efla og auka áhuga á skógi og skógrækt innan Kötlu jarðvangs. Fulltrúar Skógræktarfélags Mýrdælinga, Skógræktarfélagsins Mörk og Skógræktarfélag Rangæinga skrifuðu einnig undir samstarfsyfirlýsinguna og munu vinna að því, í samstarfi við jarðvanginn og Skógræktarfélagið, að fræða og virkja yngri kynslóðir innan jarðvangsins í skógrækt, að vekja athygli á mikilvægi gróðursetninga trjáplantna sem hluta af barráttunni við loftlagsbreytingar og stuðla að sjálfbærri náttúruferðamennsku innan jarðvangsins.

Undirritun samningsins fór fram í Kötlusetri í Vík í Mýrdal og voru þar mætt Elisabeth Bernard, verkefnastjóri samvinnuverkefnisins hjá Skógræktarfélagi Íslands; Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands; Þorsteinn Jónsson, ritari Skógræktarfélags Rangæinga; Berglind Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu Jarðvangs; Sigurgeir Már Jensson, formaður Skógræktarfélags Mýrdælinga og Jón Þorbergsson, formaður Skógræktarfélagsins Merkur. Eftir að samningurinn var undirritaður var haldið út í lítinn trjáreit við Skammadalshól og hann skoðaður.

Twitter Facebook
Til baka