09. maí 2022

Katla jarðvangur og Hótel Anna gerast formlegir samstarfsaðilar!

Í dag  ákváðu Hótel Anna og Katla jarðvangur að formgera samstarf sitt með formlegum samsstarfsamning. Þar með er Hótel Anna orðið viðurkennt Jarðvangsfyrirtæki !

Samstarfið felur í sér að vinna saman að því að efla sjálfbæra jarðferðamennsku svæðisins en þar er lögð áhersla á að nýta staðbundnar auðlindir og draga fram menningar- og náttúruminjar svæðisins. Einnig felur samstarfið í sér að styrkja samstarfið við önnur fyrirtæki svæðisins og hvetja gesti við ábyrga umgengni um náttúru og menningarminjar jarðvangsins ásamt því að tileinka sér umhverfisvænar aðgerðir í eigin rekstri eins og endurvinnslu og flokkun sorps, orkusparnað, og fl. 

Hótel Anna er sjarmerandi sveitahótel staðsett undir Vestur-Eyjafjöllum, aðeins nokkra km norður af hringveginum og um 30 mínútur austur af Hvolsvelli. Hótelið býður upp á einstaka upplifun í sveitastíl frá tíma Önnu, með fróðlegri sýningu um líf Önnu og ferðalögum hennar. Fjölbreytt úrval af staðbundnum mat, ræktaður beint af býli, er framreiddur á rómantískum veitingastað innan hótelsins, einnig eru glæsileg handverk sem eru frá nærumhverfinu og m.a. frá afkomendum Önnu!  Afar vinsælt er að halda lítil brúðkaup og aðrar athafnir á hótelinu. Umkringt náttúru og í nálægði við fjölmargar gönguleiðir og vinsælustu áfangastaði Kötlu jarðvangs (jarðvætti), má með sanni segja að dvöl á Hótel Önnu sé fyrir þá sem vilja upplifa menningu og náttúru í Kötlu jarðvangi.

Anna frá Moldnúpi var stórmerkileg kona, hún fæddist árið 1901 undir Vestur-Eyjafjöllum og var kúabóndi og vefari. Hún ferðaðist vítt og breitt um heiminn þegar hún var komin á miðjan aldur og gaf út fjölda bóka um ferðir sínar sem voru meðal vinsælustu bóka um 1950! Hótelið og veitingastaðurinn er í dag rekið af fjölskyldu hennar (afkomendum bróðir hennar) en því hefur verið breytt frá því að vera áður fyrr fjós, þar sem hún mjólkaði kýrnar. 

Hótel Anna gaf út fjölda bóka en sennilega er hún frægust fyrir bókina sína, Fjósakona fer út í heim en hún er fáanleg hjá Hótel Önnu. 

Hvetjum ykkur til að fræðast meira um Önnu frá Moldnúpi á heimasíðu hótelsins og líta við í "fjósið" hennar, Hótel Önnu! 

Hótel Anna!

 

 

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka