Hjörleifshöfðahlaup Kötlu jarðvangs og Kötlusetur
Á sunnudaginn síðastliðinn, 24. apríl, var hið árlega Hjörleifshöfðahlaup Kötlu jarðvangs og Kötlusetur haldið við Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi. Ágætis þátttaka var í hlaupinu þetta árið og komu víða að til að hlaupa inn sumarið. Aðstæður voru svo gott sem fullkomnar fyrir hlaup, hæg gola, hlýtt og skýjað. Hægt var að hlaupa tvær vegalengdir, 7 km og 11 km, en 7 km leiðin fer hringinn í kringum höfðann en í 11 km þarf að hlaupa hring upp á höfðann líka. Allir sem tóku þátt fengu verðlaunapening og síðan voru veittir bikarar fyrir 1sta sætið í 7 og 11 km vegalengdinni, ásamt því að sérstök verðlaun voru veitt fyrir að taka þátt í fyrsta skipti, fyrir að hafa mesta samræmi í hlaupatíma (nákvæmlega sama tíma á milli ára) og svo að lokum parabikarinn. Sigurvegarnarnir og sá sem kom lengst að fengu síðan veglega ullarsokka frá Kötlu wool Vík. Myndir úr hlaupinu má sjá hér: Hjörleifshöfðahlaup 2022 | Flickr. Fyrir þá sem tóku þátt í hlaupinu, ef þið viljið fá ljósmyndirnar af ykkur þá endilega sendið póst á Johannes@katlageopark.is og við sendum þær til ykkar 😊
Eftir hlaupið var síðan haldið á Ströndina, en þau buðu öllum hlaupurunum í súpu og síðan var Mýrdalshreppur með frítt í sund fyrir hlaupagarpana. Við viljum síðan minna á Mýrdalshlaupið í Maí og hlökkum til að hitta ykkur aftur að ári liðnu í næsta Hjörleifshöfðahlaupi 😊