Jarðvangurinn tók þátt í Mannamótum Markaðsstofanna í ár
Jarðvangurinn tók þátt í mannamót markaðsstofu landshlutanna í ár. Þar kynnti hann jarðvanginn og samstarfsfyrirtæki, geofood vörumerki og Ruritage samstarfsverkefni sem hann er þátttakandi í. Frá jarðvanginum komu fulltrúar frá hlutaðeigandi sveitarfélögum jarðvangsins sem vinna fyrir hönd Kötlu jarðvangs inn á sínum svæðum, að auki kom Berglind Sigmundsdóttir framkvæmdastjóri Kötlu jarðvangs.
Mikill fjöldi mætti í Kórinn og var virkilega gaman að hitta alla á ný eftir löng tvö ár í covid samkomutakmörkunum. Hér má sjá lista yfir alla sýnendur. Listi yfir sýnendur á Mannamótum | Markaðsstofur landshlutanna (markadsstofur.is)
Fulltrúar Kötlu jarðvangs sem tóku þátt voru, Arný Lára Karvelsdóttir kynningar- og markaðsfulltrúi Rangárþing eystra, Harpa Elín Haraldsdóttir forstöðumaður Kötluseturs og fulltrúi Mýrdalshrepps og Þuríður Helga Benediktsdóttir atvinnumála- og kynningarfulltrúi Skaftárhrepps og starfsmaður Kirkjubæjarstofu þekkingarseturs.