Umfjöllun í Scan Magazine
Katla jarðvangur var til umfjöllunar í útgáfu Scan Magazine í vetur, en það er þekkt tímarit sem er að finna á mörgum flugvöllum við hlið og innan setustofa (lounge) og að auki er það um borð í British Airways, Finn Air, Ryan Air Nordic Routes, SWISS Air, EasyJet, Lufthansa, Eurowings. Einnig er það að finna í Stena Line og DFDS Seaways ferjum.
Viðtal var tekið við framkvæmdastjóra jarðvangsins, Berglindi, sem sagði frá góðu samstarfi fyrirtækja innan jarðvangsins og hvernig virk þátttaka þeirra í verndun náttúru og varðveislu menningararfs stuðlar að sjálfbærri þróun svæðisins.
Einnig var til umfjöllunar náttúruvá í jarðvanginum, en hún stafar ekki eingöngu af eldfjöllum og jökulhlaupum eins og margir halda, heldur einnig af óveðrum og hættulegum öldum sem geta leynst við strandlengjuna, einkum í Reynisfjöru í ákveðnum veðrum. En nýlega hafði orðið alvarlegt slys í Reynisfjöru.
Við hvetjum ykkur til að lesa greinina en hana má finna hér:
The land of ice and fire – the natural dangers and the local community (scanmagazine.co.uk)
Fyrir fleiri greinar í blaðinu má heimsækja síðu tímaritsins hér: www.scanmagazine.co.uk