31. janúar 2022

Stuttmyndir um fólk og hefðir í Kötlu jarðvangi - viltu vera með?

Katla jarðvangur er hluti af GEOfood vörumerkinu sem er alþjóðlega þekkt vörumerki innan hnattrænna UNESCO jarðvanga. Vörumerkið stendur fyrir umhverfisvæn matvæli sem tengjast menningu og náttúru hvers svæðis.  

 

Á næstkomandi mánuðum (jan-mars) mun jarðvangurinn framleiða nokkur stuttmyndbönd til að kynna matarvenjur og hefðir innan jarðvangsins og taka viðtöl við aðila tengdu því.

Ef að þú eða þitt fyrirtæki hafið áhuga á að vera hluti af þessu verkefni, hafið endilega samband við okkur berglind@katlageopark.is eða info@katlageopark.is (+354-862-4066)

Við leitum að:

    *    áhugasömum viðmælendum: íbúa,bændur, fyrirtæki, framleiðendur, sögumenn, o.s.frv.

    *    kvikmyndagerðamanni 

Hvert myndband er í kringum 5-10 mínútur og á að innihalda bæði viðtal og myndatöku frá staðsetningu viðmælanda.

Um er að ræða afar spennandi tækifæri! Að fá að taka þátt í verkefni sem felst í að varðveita þekkingu og hefðir sem eru einstakar fyrir jarðvanginn. Ennfremur, að vera hluti af samstarfsverkefni á alþjóðlegum vettvangi í gegnum GEOfood og í tengslaneti hnattrænna UNESCO jarðvanga.

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka