31. janúar 2022

Móttaka doktorsnema í starfsnám - áttu laust?

Síðla vors, stefnir Miriam Lopes, rúmlega þrítug ung kona frá Spáni, í starfsnám til okkar í Kötlu jarðvang. Hún hefur hlotið styrk frá Erasmus+ með aðstoð Háskólafélag Suðurlands sem aðstoðar okkur við mótttöku hennar.

Miriam hefur mikinn áhuga á jarðvöngum og er í doktorsverkefni sínu á Spáni að rannsaka þá fjölmörgu (15) jarðvanga sem þar eru að finna; hvernig þeir vinna saman að því að efla svæðið, ólíkar leiðir sem þeir fara við að miðla fróðleik um jarðvanginn,  og fl. 

Vegna covid hefur endurtekið orðið seinkun á heimsókn hennar, en við vonum að staðan sé að batna. Hún stefnir á að heimsækja okkur í vor/sumar (maí-júlí) og mun bæði aðstoða jarðvanginn við ýmis verkefni en einnig sinna doktorsverkefni sínu sem m.a. felst í að kynnast jarðvanginum okkar. Hún er einstaklega spennt að heimsækja okkur og kynnast þeim fjölmörgu samstarfsaðilum sem tengjast jarðvanginum, sérstaklega fyrirtækjum, en hennar helsta áhugasvið er margmiðlun og framleiðsla/fréttamennska. Þar hefur hún langa starfsreynslu að baki og hefur einnig ferðast víða um Evrópu í svipuðum verkefnum.

Ef þú hefur íbúð/herbergi til leigu í 6-8 vikur ca á þessu tímabili (maí-ágúst), þá væri gott að heyra fljótlega frá ykkur í

berglind@katlageopark.is eða 8624066 eða info@katlageopark.is 

Einnig óskum við eftir áhugasömum aðilum til að bjóða Miriam í kynningu.

Twitter Facebook
Til baka